Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mælingar á öllum leikmönnum á eldra ári í 3. flokki
Líkamlegt atgervi mælt og einnig fóru fram sálfræðilegar mælingar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR, vinna þetta víðamikla og áhugaverða verkefni.

Verkefnið var unnið í janúar og febrúar á þessu ári, og verður endurtekið á næsta ári. Yngri landslið Íslands gangast líka undir sömu mælingar tvisvar sinnum á ári.

Ljóst þykir að þetta verkefni er einsdæmi í heiminum. Ætlunin er að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár.

Samhliða mælingum á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki, fóru fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum.

Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi mælingarnar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegur hluti þessar umfangsmiklu rannsóknar hlaut fjárstyrk frá Rannís. Unnið verður úr þeim gögnum sem safnast í rannsókninni og útbúið fræðsluefni um andlega þáttinn í íþróttum almennt.

Grímur mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann.

Það má lesa um þetta á vefsíðu Knattspyrnusambandsins hérna og hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner