Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. apríl 2021 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gaui er ekkert erfiður"
Guðjón Pétur í æfingaleik með ÍBV gegn sínum gömlu félögum í Haukum.
Guðjón Pétur í æfingaleik með ÍBV gegn sínum gömlu félögum í Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson yfirgaf á dögunum herbúðir Blika og samdi við ÍBV í Lengjudeildinni.

Guðjón var ekki inn í myndinni hjá þjálfara Blika, Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

„Já, auðvitað er ég svekktur með það. Það er ýmislegt sem hefur gerst sem kannski orsakar það en ég ætla mér ekki að fara í það. Ég er hreinn og beinn og nenni ekki einhverju bulli. Ég segi kannski hlutina hreint út og mönnum mislíkar það kannski. Það er upplifunin mín að það hafi verið upphafið að endalokunum hjá Breiðabliki," sagði Guðjón í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

Óskar Hrafn var í vikunni í sjónvarpsþætti 433 þar sem hann var spurður út í félagaskipti Guðjóns.

„Þetta snerist ekki um það að Gaui sé erfiður karakter. Ég hefði gjarnan viljað halda Guðjóni," sagði Óskar.

„Það sem var vandamálið er að við vorum ekki alveg sammála um hlutverkið. Mér fannst hlutverk hans vera meira og dýrmætara utan vallar, á æfingum sem sigurvegarinn sem hann er og baráttumaðurinn sem hann er. Hann vildi fá stærra hlutverk innan vallar og ég ber fulla virðingu fyrir því."

„Þetta snerist ekki um það hvort hann sé stór karakter og hvort hann sé erfiður, Gaui er ekkert erfiður. Hann vildi spila og fékk ekki þær mínútur sem hann vildi. Það er eina ástæðan og ekkert annað. Gaui er frábær í hóp."

Hægt er að horfa á sjónvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner