Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 23. maí 2021 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Að tapa ekki leik á útivelli er eitthvað sem ég er mjög stoltur af"
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 1-2 sigur á Úlfunum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

United var með augun á á úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn þegar leikið verður gegn Villarreal í Póllandi. Hvorki Bruno Fernandes né Paul Pogba voru í hópnum í dag.

Hinn nítján ára Anthony Elanga var á meðal byrjunarliðsmanna og hann skoraði fyrra markið.

„Ég er mjög ánægður og stoltur af strákunum. Þeir voru góðir á boltanum, sköpuðu færi og unnu sanngjarnan sigur," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, eftir sigurinn.

„Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel á heimavelli en að tapa ekki leik á útivelli allt tímabilið er eitthvað sem ég er mjög stoltur af," sagði Solskjær og bætti við að félagið væri að ræða við Juan Mata um framtíðina. Mata var einnig á skotskónum í dag af vítapunktinum.

Man Utd hafnaði í öðru sæti deildarinnar en framundan er - eins og áður segir - úrslitaleikur Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner