Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. júní 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lecce telur sig hafa landað Jóni Degi
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er núna að leita sér að öðru félagi þar sem samningur hans við AGF í Danmörku er að renna út eftir viku.

Jón Dagur hefur verið orðaður við ýmis félög upp á síðkastið.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Lecce sem leikur í ítölsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Núna segir Gazettan á Ítalíu að fólk hjá Lecce sé búið að bóka það að Jón Dagur sé á leiðinni í sumar.

Fyrir leikur Þórir Jóhann Helgason - félagi Jóns Dags í landsliðinu - með Lecce. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í ítölsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni sem kláraðist fyrir stuttu.

Jón Dagur sem er 23 ára gamall hefur fest sig í sessi sem byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner