Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fim 23. júní 2022 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Seinni hálfleikur var alltaf að fara að verða erfiður
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Rúnar Kristinsson þjáfari KR
Mynd: Haukur Gunnarsson
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í KR gerðu enga frægðarför á Kópavogsvöll þegar liðið heimsótti Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Gestirnir úr vesturbæ Reykjavíkur sáu lítið til sólar í leiknum og urðu lokatölur 4-0 grænum og glöðum Blikum í bil. Arnar Laudal var á vellinum í kvöld fyrir Fótbolta.net og spurði Rúnar hvort tapið væri eitt það sárasta með KR upp á síðkastið?

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KR

„Já upp á síðkastið, það er aldrei gaman að tapa 4-0 en það fór þannig í dag og við breytum því ekki úr þessu, Við áttum að nýta fyrri hálfleikinn betur þar sem við erum kannski sterkari aðilinn að mínu mati og pressuðum þá ágætlega og unnum boltann á góðum stöðum með fína möguleika á að bú til færi. En svo gefum við þeim mark á silfurfati og það er dýrt á móti liði eins og Breiðablik.“

Gjafamark var ekki það eina sem angraði KR í fyrri hálfleik en þegar skammt lifði fyrri hálfleiks fékk Breiðablik vítaspyrnu sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði af öryggi úr. Heimamenn gengu því með tveggja marka forskot í hálfleik en ekki tók betra við fyrir gestina í þeim síðari.

„Seinni hálfleikur var alltaf að fara að verða erfiður. En við ætluðum að reyna að snúa þessu í hálfleik og reyna að þrýsta á þá og koma inn einu marki og búa til leik úr þessu en um leið og þeir gera þriðja markið er þetta orðið mjög erfitt og þeir með fullt af sjálfstrausti eiga auðveldara með að spila í gegnum okkur.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars Finn Tómas Pálmason, Kjartan Henry og bikarleik gegn Njarðvík sem fram fer um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner