Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. ágúst 2021 13:43
Elvar Geir Magnússon
Brandon Williams í Norwich (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Brandon Williams hefur gengið í raðir Norwich City á lánssamningi frá Manchester United út tímabilið.

Þessi tvítugi strákur hefur hefur verið orðaður við Southampton og Newcastle en Norwich náði að klára samkomulag við United.

Williams er tíundi leikmaðurinn sem Norwich fær í sumarglugganum. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur á láni en áður hafði miðjumaðurinn Billy Gilmour komið frá Chelsea.

Norwich hefur markatöluna 0-8 eftir fyrstu tvær umferðir ensku úrvalsdeildarinnar

„Tilfinningin er sérstök. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég spila fyrir annað félag en ég er spenntur. Liðið vill spila út frá öftustu línu og spila góðan bolta. Ég tel að ég geti bætt mig hérna," segir Brandon um vistaskiptin til Norwich.


Athugasemdir
banner