Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. ágúst 2021 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Kostuleg viðbrögð hjá dómara í dönsku 1. deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað skondið atvik í dönsku 1. deildinni í gær, er Vendsyssel og Fredericia áttust við.

Á 29. mínútu leiksins flautaði dómarinn aukaspyrnu þegar Fredericia var komið í dauðafæri. Hann var alltof fljótur á sér.

Dómarinn sá strax að um mistök voru að ræða og voru viðbrögð hans eftir. Hann greip um höfuð sitt og fór niður á hné; hann sá að þetta voru mikil mistök.

Þetta reyndist dýrt fyrir Fredericia því leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu atviki má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner