Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 23. ágúst 2022 07:20
Elvar Geir Magnússon
Chelsea bjartsýnt á að fá Anthony og Man Utd semur við Antony
Powerade
Anthony Gordon, leikmaður Everton.
Anthony Gordon, leikmaður Everton.
Mynd: EPA
Antony (til hægri), leikmaður Ajax.
Antony (til hægri), leikmaður Ajax.
Mynd: EPA
Man Utd ætlar að gera lokatilraun í að fá De Jong.
Man Utd ætlar að gera lokatilraun í að fá De Jong.
Mynd: Getty Images
Það er rúm vika í að félagasiptaglugganum verður lokað. Gordon, Antony, Aubameyang, Saint-Maximin, De Jong, Trapp, Palmieri, Sarr, Pedro og fleiri í slúðurpakkanum í dag.

Chelsea er bjartsýnt á að fá enska sóknarmanninn Anthony Gordon (21) frá Everton á næstu dögum. Viðræður um kaup á enska U21 landsliðsmanninum standa yfir. (Times)

Manchester United stefnir á að ganga frá kaupum á Antony (22), sóknarmanni Ajax, á næstu sjö dögum. Enska félagið er búið að semja við Brasilíumanninn um kaup og kjör. (Sun)

United er einnig að undirbúa tilboð í franska vængmanninn Allan Saint-Maximin (25) hjá Newcastle. (Media Foot)

Chelsea er komið langt í viðræðum við Barcelona um kaup á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang (33) fyrir um 20 milljónir punda. (Sky Sports)

Chelsea hefur sent fyrirspurn til Porto um brasilíska vængmanninn Pepe (23) sem er metinn á um 60 milljónir punda. (Record)

Chelsea er tilbúið að leyfa átta leikmönnum til viðbótar að fara í glugganum eftir að West Ham náði samkomulagi um kaup á ítalska varnarmanninum Emerson Palmieri (28) frá Stamford Bridge. (Express)

Forráðamenn Manchester United ætla að ferðast til Barcelona og gera lokatilraun til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) áður en glugganum verður lokað. (De Telegraaf)

United hefur einnig áhga á þýska markverðinum Kevin Trapp (32) hjá Eintracht Frankfurt. (Sky Sports)

Arsenal hefur áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (22) hjá Wolves til að koma í stað Nicolas Pepe (27) sem hefur verið orðaður við Leicester og Nice. (Times)

Newcastle er tilbúið að bjóða yfir 30 milljónir punda í franska miðjumanninn Kouadio Kone (21) hjá Borussia Mönchengladbach. (L'Equipe)

Watford hefur ekki áhuga á að fá fleiri tilboð í senegalska framherjann Ismaila Sarr (24) og hyggst bjóða honum nýjan langtímasamning eftir að Aston Villa gerði misheppnaða tilraun til að kaupa hann. (Mirror)

Watford hefur einnig hafnað 25 milljóna punda tilboði frá Newcastle í brasilíska sóknarleikmanninn Joao Pedro (20). Newcastle þarf að koma með hærra tilboð. (Telegraph)

Aðrir fjölmiðlar halda því fram að Watford hafi samþykkt 25 milljóna punda tilboð í Pedro. (TalkSport)

Tottenham hefur áhuga á Daniel James (24), sóknarleikmanni Leeds og velska landsliðsins. (Alan Nixon)

Barcelona hefur áhuga á að fá spænska vinstri bakvörðinn Javi Galan (27) frá Celta Vigo í staðinn fyrir Marcos Alonso (31) því það er að reynast flókið að fá hann frá Chelsea. (Helena Condis Edo)

Brighton og þýska félagið Augsburg hafa áhuga á Fílabeinsstrendingnum Christian Kouame (24) hjá Fiorentina. (Gianluca di Marzio)

Wolves hefur gert samkomulag við austurríska sóknarmanninn Sasa Kalajdzic (25) hjá Stuttgart en viðræður milli þessara tveggja félaga eru í gangi. Þýska félagið vill hærri upphæð fyrir leikmanninn. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner