Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. september 2018 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: HB er meistari (Staðfest)
Heimir gerði HB að meisturum á sínu fyrsta tímabili.
Heimir gerði HB að meisturum á sínu fyrsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið HB er færeyskur meistari í fyrsta sinn síðan árið 2013. Heimir Guðjónsson er þjálfari liðsins og með liðinu spila Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson.

HB, sem er stórveldi í Færeyjum, hefur verið í lægð síðustu ár en Heimir er búinn að gera frábæra hluti á sinni fyrstu leiktíð. Heimir Guðjónsson verður áfram hjá HB í Færeyjum á næstu leiktíð. Það er gleðiefni fyrir stuðningsmenn HB.

HB sigraði KÍ frá Klaksvík, liðið í öðru sæti, á útivelli í dag en lokatölur urðu 2-1 fyrir HB.

Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn fyrir HB og Grétar kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.

Frábær árangur hjá Íslendingunum í HB og sendir Fótbolti.net hamingjuóskir til Færeyja. Þetta er 23. deildartitill HB.
Athugasemdir
banner
banner
banner