Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. september 2018 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sarri: Liverpool er skrefi á undan okkur
Maurizio Sarri
Maurizio Sarri
Mynd: Getty Images
Maurizo Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, hóf sálfræðistríðið fyrir leikina gegn Liverpool eftir markalaust jafntefli liðsins gegn West Ham í dag.

Liverpool vann Southampton í gær 3-0 og er því eina liðið sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu.

Liverpool á erfiða leiki framundan en liðið mætir einmitt Chelsea tvisvar á næstu dögum, í deild og bikar.

Sarri segir að það taki tíma fyrir Chelsea að þróa leik sinn.

„Liverpool er skrefi á undan okkur í augnablikinu. Við þurfum að spila gegn frábæru liði sem hefur unnið saman með sama þjálfarann í þrjú ár," sagði Sarri.

„Við byrjuðum að vinna saman hér fyrir 40 dögum, svo fóru aðrir 10 dagar í landsleikjahlé, svo þetta er svolítið of snemmt fyrir okkur. Við þurfum að leggja okkur meira fram og kannski eftir ár verðum við á sama plani og Liverpool," sagði Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner