Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarni spurði Gylfa hvað fór á milli hans og Richarlison
Gylfi með Richarlison á hestbaki.
Gylfi með Richarlison á hestbaki.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað mjög vel með Everton í undanförnum þremur leikjum.

Fyrsti leikurinn af þessum þremur var gegn Chelsea þar sem Gylfi skoraði sigurmarkið af vítapunktinum. Brasilíumaðurinn Richarlison var ekki sáttur með að fá ekki að taka vítaspyrnuna og óð upp að Gylfa áður en Íslendingurinn tók spyrnuna. Gylfi tók að lokum spyrnuna og skoraði.

Gylfi ræddi við Bjarna Þór Viðarsson, æskuvin sinn og fyrrum samherja úr U21 landsliðinu, fyrir Síminn Sport. Bjarni spurði Gylfa út í það sem gerðist í kringum vítaspyrnuna gegn Chelsea.

„Það fór ekkert mjög mikið á milli okkar. Hann var það æstur og talar ekkert bestu enskuna þannig að hann kom ekki hlutunum vel frá sér. Sóknarmenn eru svona, þeir vilja taka víti og þeir vilja skora. Hann vildi skora til að fá sjálfstraust því hann var ekki búinn að skora í nokkrum leikjum," sagði Gylfi.

„Ég sagði honum bara að ég væri að fara að taka þetta enda var búið að leggja það upp fyrir leikinn. Það breyttist ekkert."

Gylfi verður í eldlínunni í kvöld þegar Everton mætir Manchester United í enska deildabikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner