Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 18:55
Aksentije Milisic
Keown segir að frammistaða Rúnars gegn City hafi ekki komið á óvart - Gagnrýnir Arteta
Keown og Magnús á góðri stundu.
Keown og Magnús á góðri stundu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur skotið á Mikel Arteta, stjóra liðsins, og segir Keown að Arteta sé að taka margar mjög furðulegar ákvarðanir.

Skelfilegt gengi Arsenal hélt áfram í gær en þá tapaði liðið 4-1 gegn Manchester City í deildabikarnum. Liðið er þá í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta orðin krísa hjá Arsenal og þjálfarinn hefur verið að taka mjög furðulegar ákvarðanir," segir Keown.

„Hann spilaði unga stráknum í markinu í gær. Engum finnst gaman að sjá svona mistök en það er ekki hægt að segja að þessi frammistaða hjá markverðinum hafi komið á óvart," sagði Keown um Rúnar Alex.

„Arteta leyfði Emiliano Martinez að fara. Ef Leno meiðist, þá er liðið í miklum vandræðum. Það er of stór munur á aðalmarkverðinum og varamarkverðinum."

Keown hélt áfram að gagnrýna Arteta og sagði að hann þurfi hjálp frá aðstoðarmönnum sínum þegar kemur að því að taka ákvarðanir.

„Martinez var frábær, afhverju að selja hann? Arteta ýtti Thomas Partey inn á völlinn um daginn og nú er hann frá í lengri tíma."

„Ég öskraði á sjónvarpið í gær og sagði í guðanna bænum, taktu Martinelli útaf. Hann hefur verið meiddur lengi. Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá hann aftur á vellinum, eftir að hann meiddist".
Athugasemdir
banner
banner
banner