Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Aron: Tilhlökkun að bæta upp fyrir síðasta landsliðsglugga
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson og Sverrir Ingi Ingason fyrir æfingu Íslands í Þýskalandi í gær.
Aron Einar Gunnarsson og Sverrir Ingi Ingason fyrir æfingu Íslands í Þýskalandi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er tilhlökkun að bæta upp fyrir síðasta landsliðsglugga. Að byrja nýja keppni er alltaf spenna. Við skoðum alltaf okkar möguleika, hvernig við komumst upp úr riðlinum. Það er gaman að byrja nýja keppni," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi í dag.

Ísland hefur leik í undankeppni HM gegn Þýskalandi á morgun en einnig eru framundan leikir við Armeníu og Liechtenstein.

„Undirbúningurinn fyrir þennan leik á morgun hefur verið góður. Þó að við höfum verið stutt saman og það eru nýir þjálfarar þá hefur undirbúningurinn heppnast mjög vel. Æfingin í gær var notuð í að fínpússa. Það góða við þennan hóp er að hann er reynslumikill og er fljótur að taka við nýjum áherslum. Þetta verður erfiður leikur á morgun en við erum svo sannarlega klárir í hann."

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa í vikunni stýrt sínum fyrstu æfingum sem landsliðsþjálfarar.

„Það eru litlar áherslubreytingar. Ég veit fyrir víst að Arnar og Eiður eru ekki að koma inn til að gera miklar breytingar og riðla til. Þeir vita hvað býr í þessum hóp. Við erum reynslumiklir og menn eru vanir því þegar koma nýir þjálfarar sem vilja breyta ýmsu."
Athugasemdir
banner
banner
banner