Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Rússlandi
Icelandair
Krefjandi verkefni fyrir Davíð að velja byrjunarliðið á morgun
Krefjandi verkefni fyrir Davíð að velja byrjunarliðið á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svona verður uppstillingin að mati fréttaritara
Svona verður uppstillingin að mati fréttaritara
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenska U21 árs liðið mætir Rússlandi klukkan 17:00 að íslenskum tíma á morgun. Leikurinn er fyrsti leikur íslenska liðsins í lokakeppni Evrópmótsins í Ungverjalandi.

Leikurinn fer fram á Alcufer Stadion í Györ.

Fréttaritari Fótbolta.net hefur velt því fyrir sér hvernig Davíð Snorri Jónasson stillir upp liðinu á morgun. Niðurstaðan er að Davíð haldi sig við 4-3-3/4-5-1 leikkerfið sem liðið spilaði í undankeppninni.

Stærstu spurningarmerkin að mati fréttaritara eru varnarlega. Valgeir Lunddal Friðriksson er tæpur fyrir leikinn og reiknar undirritaður ekki með því að hann byrji. Því komu þeir Kolbeinn Birgir Finsson og Róbert Orri Þorkelsson til greina.

Niðurstaðan varð sú að Kolbeinn verði í vinstri bakverðinum og Hörður Ingi Gunnarsson er líklegastur í hægri bakvörðinn.

Miðvarðarstaðan var erfið, líklegast er að Róbert Orri verði vinstra megin í vörninni og Ari Leifsson hægra megin. Ísak Óli Ólafsson lék marga leiki í undankeppninni og kæmi inn í byrjunarliðið, að mati undirritaðs ef Róbert verður í vinstri bakverðinum.

Liðið í fyrsta leik:
Markvörður:
Patrik Sigurður Gunnarsson

Varnarlína:
Hörður Ingi Gunnarsson
Ari Leifsson
Róbert Orri Þorkelsson
Kolbeinn Birgir Finsson

Miðja:
Alex Þór Hauksson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Willum Þór Willumsson

Sóknarlína:
Jón Dagur Þorsteinsson (f)
Sveinn Aron Guðjohnsen
Mikael Neville Anderson
Athugasemdir
banner
banner
banner