Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 12:52
Elvar Geir Magnússon
Hlaðvarpsflóran eykst enn frekar - Víkingar mættir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsflóran í íslenskum fótbolta er svo sannarlega blómleg og enn er að bætast við.

Víkingar í Reykjavík eru byrjaðir með hlaðvarpsþátt og er stefnan sett á að vera með nýjan þátt fyrir hvern heimaleik.

Í fyrsta þætti var Tómas Þór Þórðarson gestur og spáð var í spilin fyrir sumarið.

Ívar Orri Aronsson, Pétur Mikael Guðmundsson og Jóhann Reynir Gunnlaugsson eru umsjónarmenn.

Ívar og Pétur spiluðu upp yngri flokka Víkings og með Berserkjum. Jóhann Reynir er handboltamaður en einnig einn harðasti stuðningsmaður fótboltaliðsins.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner