Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Völsungur ekki í vandræðum með Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur 3 - 1 Tindastóll
1-0 Akil DeFreitas ('48)
2-0 Akil DeFreitas ('60)
3-0 Bjarki Baldvinsson ('82)
3-1 Arnór Guðjónsson ('90)

Völsungur er kominn áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á heimavelli gegn Tindastóli.

Staðan var markalaus í hálfleik en Húsvíkingar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik.

Akil DeFreitas, fyrrverandi leikmaður Sindra og Vestra, gerði fyrstu tvö mörkin eftir leikhlé áður en Bjarki Baldvinsson innsiglaði sigurinn með því þriðja.

Arnór Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Stólana en meira var ekki skorað og lokatölur 3-1.

Völsungur og Tindastóll leika saman í 2. deild og gerðu einnig í fyrra. Tindastóll endaði þremur stigum frá falli á meðan Völsungur endaði í fjórða sæti, fimm stigum frá því að komast upp í Inkasso.

Völsungur mætir Mídas, sem leikur í 4. deild, í 16-liða úrslitum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner