Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 24. apríl 2021 13:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milner sló met Peter Crouch með því að koma inn á
Mynd: Getty Images
James Milner sló fyrir skemmstu met Peter Crouch þegar hann kom inn á í leik Liverpool og Newcastle.

Leikurinn er í gangi og tæplega tuttugu mínútur eftir af honum. Liverpool leiðir 1-0 með marki frá Mo Salah.

Milner var að koma inn á í sínum 159. leik í úrvalsdeildinni efir að hafa byrjað á varamannabekknum. Það er met í sögu úrvalsdeildarinnar en Peter Crouch átti fyrra metið.

Milner hefur leikið með Leeds, Newcastle, Aston Vila, Manchester City og Liverpool á ferlinum og varð 35 ára í janúar á þessu ári. Crouch lék með Tottenham, QPR, Portsmouth, Aston Villa, Norwich, Southampton, Liverpool, Stoke og Burnley á ferlinum. Hann lagði skóna á hilluna árið 2019.



Athugasemdir
banner
banner
banner