Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. maí 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos: Hlutirnir ganga ekki alltaf upp
Mynd: Getty Images
Luis Enrique staðfesti landsliðshóp Spánverja fyrir EM í dag og vantaði fyrirliðann Sergio Ramos.

Ramos hefur verið að glíma við meiðsli í vor og mun nota sumarið til að hvíla sig fyrir átök næsta tímabils með Real Madrid.

Ramos er 35 ára gamall og útskýrði fjarveru sína úr landsliðshópnum á Twitter.

„Eftir nokkra viðbjóðslega mánuði og skrýtnasta tímabil sem ég hef upplifað á ferlinum missi ég líka af Evrópumótinu í sumar," skrifaði Ramos.

„Ég hef lagt mig 100% fram með Real Madrid og landsliðinu en hlutirnir ganga ekki alltaf upp. Það er sárt að geta ekki hjálpað landsliðinu en í þessu tilfelli er þetta besta ákvörðunin. Ég þarf að hvíla og ná mér aftur fyrir næstu leiktíðl. Það er sárt að spila ekki fyrir Spán en ég verð að vera heiðarlegur við sjálfan mig.

„Ég óska öllum liðsfélögunum hins besta og vona að við munum eiga gott EM. Ég mun hvetja strákana að heiman."

Athugasemdir
banner
banner