Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 24. júní 2020 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dramatík í Mílanó - Þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum
Romelu Lukaku skoraði 19. deildarmark sitt á tímabilinu
Romelu Lukaku skoraði 19. deildarmark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Inter 3 - 3 Sassuolo
0-1 Francesco Caputo ('4 )
1-1 Romelu Lukaku ('41 , víti)
2-1 Cristiano Biraghi ('45 )
2-2 Domenico Berardi ('81 , víti)
3-2 Borja Valero ('86 )
3-3 Giangiacomo Magnani ('89 )
Rautt spjald: Milan Skriniar, Inter ('90)

Inter og Sassuolo gerðu 3-3 jafntefli í Seríu A á Ítalíu í kvöld en leikurinn fór fram á Giuseppe Meazza (San Siro) leikvanginum í Mílanó.

Antonio Conte gerðir nokkrar breytingar á liði Inter í dag en Andrea Ranocchia, Victor Moses, Borja Valero, Cristiano Biraghi og Alexis Sanchez komu allir inn í byrjunarliðið. Það var þó mikið um meiðsli í liði Sassuolo og möguleikar þeirra í vörninni fáir.

Það kom þó ekki í veg fyrir góða byrjun liðsins en Ciccio Caputo kom gestunum yfir á 4. mínútu. Slakur varnarleikur varð til þess að Filip Djuricic fékk mikið pláss til að athafna sig áður en hann lagði boltann á Caputo sem var mættur einn gegn Samir Handanovic og skoraði.

Romelu Lukaku jafnaði metin úr vítaspyrnu á 41. mínútu. Nítjánda mark hans í deildinni. Biraghi kom svo Inter yfir fjórum mínútum síðar eftir sendingu frá Sanchez. Inter hefði getað komist í 3-1 um miðjan fyrri hálfleikinn, en Gagliardini klúðraði á ótrúlegan hátt eins og sjá má neðst í fréttinni.

Sassuolo náði að jafna leikinn á 81. mínútu úr vítaspyrnu. Ashley Young braut af sér innan teigs og tók Domenico Berardi spyrnuna og skoraði örugglega.

Lukaku kom boltanum í netið stuttu eftir mark Berardi en það var þó dæmt af vegna rangstöðu. Borja Valero kom Inter yfir á 86. mínútu. Afar auðvelt fyrir Valero en Antonio Candreva tók þá aukaspyrnu á fjærstöngina og kláraði Valero nokkuð örugglega af stuttu færi.

Gestirnir frá Sassuolo jöfnuðu þremur mínútum síðar og reyndist það mark jafn auðvelt fyrir Giacomo Mangnani og það var fyrir Valero. Leikmenn Sassuolo settu fullan þunga í sóknina og endaði boltinn fyrir fætur Magnani sem skoraði af stuttu færi.

Milan Skriniar, varnarmaður Inter, fékk reisupassann undir lok leiksins en þetta var annað gula spjaldið hans í leiknum og þar með rautt.

Lokatölur 3-3 og Inter þarf að sætta sig við jafntefli. Liðið er í 3. sæti með 58 stig, átta stigum á eftir toppliði Juventus. Sassuolo er á meðan í 12. sæti með 33 stig.

Lið Inter: Handanovic; Skriniar, Ranocchia, Bastoni; Moses, Gagliardini, Borja Valero, Biraghi; Eriksen; R Lukaku, Alexis Sanchez.

Lið Sassuolo: Consigli; Muldur, Chiriches, Ferrari, Rogerio; Magnanelli, Obiang; Berardi, Djuricic, Boga; Caputo.


Athugasemdir
banner
banner
banner