Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. júní 2020 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær við Gunnar: Kominn tími á að okkar maður geri þrennu
Norðmaðurinn síkáti.
Norðmaðurinn síkáti.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi við Gunnar Ormslev á Síminn Sport eftir 3-0 sigur á Sheffield United í dag.

„Ég er ánægður með stigin þrju gegn mjög góðu Sheffield United liði," sagði Solskjær sáttur.

„Þeir hafa átt frábært tímabil. Við komum í veg fyrir að þeir spiluðu sinn leik og við spiluðum okkar leik. Ég er mjög ánægður með leikmennina."

Anthony Martial skoraði þrennu og er það í fyrsta sinn í sjö sem leikmaður Manchester United skorar þrennu í ensku úrvalsdeildinni. „Mér var sagt það frá öðrum manni í dag. Það er kominn tími á að leikmaður okkar skori þrennu og Anthony spilaði mjög vel í dag."

Solskjær notaði fimm skiptingar í einu undir lok leiksins. „Ég er mjög ánægður með hópinn og kannski skrifuðum við okkur í sögubækurnar með því að taka fimm skiptingar í einu."

„Hópurinn er okkar sterkur og það er mikilvægt því það eru svo margir leikir framundan."

Viðtalið við Solskjær má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner