Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júní 2020 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Martial með þrennu í sigri Man Utd á Sheffield United
Martial skoraði þrennu.
Martial skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Gylfi byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður.
Gylfi byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður.
Mynd: Getty Images
Aston Villa náði í stig gegn Newcastle en er sem áður í fallsæti.
Aston Villa náði í stig gegn Newcastle en er sem áður í fallsæti.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez skoraði sigurmark Úlfana.
Raul Jimenez skoraði sigurmark Úlfana.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial skoraði þrennu þegar Manchester United vann Sheffield United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni.

United byrjaði með bæði Bruno Fernandes og Paul Pogba á miðsvæðinu og liðið spilaði mjög vel í leiknum. Martial skoraði fyrsta markið eftir sjö mínútur eftir fasta fyrirgjöf frá félaga sínum í sókninni, Marcus Rashford.

Rashford átti sjálfur að skora og fékk hann fleiri en eitt tækifæri til þess. Martial skoraði sitt annað mark á 44. mínútu, en í þetta skipti eftir sendingu frá Aaron Wan-Bissaka. Brosmildi Frakkinn var sjóðandi heitur í þessum leik og hann fullkomnaði þrennu sína í seinni hálfleiknum. Hans fyrsta þrenna fyrir félagið og fyrsta deildarþrennan hjá Manchester United frá því að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins 2013.

Sanngjarn sigur Man Utd og er liðið í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea. Bláliðar frá London eiga þó leik til góða á United. Sheffield United hefur tapað tveimur í röð, en liðið er í áttunda sæti, fimm stigum frá Manchester United.

Gylfi kom inn á í sigri Everton
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður áður en seinni hálfleikurinn byrjaði í leik Everton og Norwich. Gylfi hefur byrjað síðustu tvo leiki á bekknum. Gylfi þótti koma sterkur inn í leikinn núna.

Leikurinn var markalaus í hálfleik, en miðvörðurinn Michael Keane skoraði sigurmarkið á 55. mínútu eftir hornspyrnu Lucas Digne. Everton fer upp í tíunda sæti á meðan Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

Ahmed Elmohamady bjargaði stigi fyrir Aston Villa gegn Newcastle og Wolves lagði Bournemouth, 1-0. Wolves er í sjötta sæti, Newcastle í 13. sæti og eru Bournemouth og Aston Villa í fallsæti eins og er. Fallbaráttan, fyrir utan Norwich, er mjög spennandi.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjunum sem voru að klárast.

Manchester Utd 3 - 0 Sheffield Utd
1-0 Anthony Martial ('7 )
2-0 Anthony Martial ('44 )
3-0 Anthony Martial ('74 )

Newcastle 1 - 1 Aston Villa
1-0 Dwight Gayle ('68 )
1-1 Ahmed Elmohamady ('83 )

Norwich 0 - 1 Everton
0-1 Michael Keane ('55 )

Wolves 1 - 0 Bournemouth
1-0 Raul Jimenez ('60 )

Klukkan 19:15 hefst leikur Liverpool og Crystal Palace. Byrjunarliðin má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner