Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætla sér að jafna leikja- og stigafjöldann
Lengjudeildin
Mynd: Hulda Margrét
Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar Vogum, ræddi við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli síns liðs við KV á miðvikudagskvöld.

Brynjar var spurður út í framhaldið á tímabili Þróttar. Liðið er í botnsæti Lengjudeildarinnar, með tvö stig eftir sex leiki.

„Við erum bara reyna ná í skottið á okkur. Við leggjum þetta upp þannig að við þurfum að jafna leikjafjöldann og stigafjöldann," sagði Brynjar.

Í draumaheimi tækist það í næstu í tveimur leikjum - með því að vinna þá báða. Þá væri liðið með átta stig eftir átta spilaða leiki.

„Við verðum að ná í stig til þess og við legjgum þetta þannig upp að vera með jafnmörg stig og spilaða leiki, telja þetta bara þannig. Það er ekkert annað í stöðunni," sagði Brynjar.

Næstu fimm leikir Þróttar:
Grótta á útivelli 27. júní
Þór á útivelli 30. júní
Fylkir á heimavelli 5. júlí
Kórdrengir á útivelli 9. júlí
Grindavík á heimavelli 14. júlí
Brynjar Gestsson: Þeir lögðu dauða og djöful í þetta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner