Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júní 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Ótímabær sending og svo var hún ömurleg í leiðinni"
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Finnur Tómas Pálmason gerði slæm mistök í leik Breiðabliks og KR í gær þegar hann gaf þversendingu beint á andstæðing og Blikar skoruðu fyrsta markið. Kópavogsliðið vann á endanum 4-0 sigur.

„Finnur Tómas átti dapran dag, var ljónheppinn að fjúka ekki af velli snemma leiks, gefur fyrsta mark Blika og var heilt yfir slakur," skrifaði Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu um leikinn.

Arnar spurði Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, út í frammistöðu Finns á tímabilinu og hvort hún væri undir væntingum?

„Mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel, auðvitað gera menn mistök á leiðinni en hann er búinn að vera mjög fínn. Við erum mjög ánægðir með hann," sagði Rúnar eftir leikinn.

„Hann gerir þessi litlu mistök í dag, kannski ótímabær sending og svo var hún ömurlega léleg í leiðinni. Það gerir það að verkum að þeir komast tveir á móti einum, sem þeir eru mjög góðir í."

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin fjögur hjá Breiðabliki í gær - Tvær gjafir
Rúnar Kristins: Seinni hálfleikur var alltaf að fara að verða erfiður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner