Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. ágúst 2021 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benda fólki á að fylgjast með Amöndu og Ólöfu Sigríði
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tvær íslenskar stelpur á lista Soccerdonna yfir leikmenn sem á að fylgjast með á þessu ári.

Soccerdonna er miðill sem fylgist vel með kvennaboltanum og er með tæplega 19 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram.

Miðillinn tók saman lista yfir fimm leikmenn sem fótboltaáhugafólk skal fylgjast með.

Á listanum eru tvær íslenskar stelpur; Amanda Andradóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.

Amanda er 17 ára miðjumaður sem spilar með Vålerenga í Noregi. Ólöf Sigríður er 18 ára gömul og spilar fremst á vellinum hjá Þrótti. Hún er í láni þar frá Val og hefur skorað sjö mörk í 12 leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hér að neðan má sjá færsluna.


Athugasemdir
banner
banner