Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. ágúst 2021 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Börsungar þreyttir á Umtiti
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Barcelona vill losa sig við varnarmanninn Samuel Umtiti en það gengur heldur betur illa.

Katalóníustórveldið er orðið mjög þreytt á stöðunni og íhugar nú að reyna að leysa leikmanninn undan samningi að því er kemur fram í spænskum fjölmiðlum.

Það hefur hægst verulega á ferli Umtiti þar sem hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla.

Barcelona telur sig ekki þurfa Umtiti, sem er með 200 þúsund pund í vikulaun. Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og er tilbúið að hleypa honum frítt bara til að losna við hann af launaskrá.

Samkvæmt Sport þá er Barcelona orðið mjög þreytt á stöðunni þar sem Umtiti virðist ekki áhugasamur um að fara í félög sem hafa áhuga á honum. Hann hafnaði meðal annars tilboði frá Tyrklandi.

Ef hann semur ekki við annað félag, þá ætlar Barcelona sér að reyna að rifta samningi við hann en það gæti orðið erfitt ef leikmaðurinn sjálfur hefur engan áhuga á því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner