Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 24. ágúst 2021 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári: Fannst við sýna styrk liðsins eiginlega á alla vegu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum alveg frábærir í fyrri hálfleik og svo strax í byrjun seinni kemur rautt og þá breytist leikurinn. Þá fannst mér sjást gríðarleg liðsheild í liðinu og mikill vilji til að klára þennan leik almennilega. Mér fannst við sýna styrk liðsins eiginlega á alla vegu í dag," Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, eftir sigur gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  0 Þór

„Mér fannst að þrátt fyrir að þeir voru einum fleiri í seinni hálfleik þá hafði ég aldrei áhyggjur af því að þeir myndu skora. Ég held að ef við hefðum spilað hérna í 120 mínútur þá hefðu þeir ekki náð inn marki. Mér fannst það sýna styrk liðsins og við höfum sýnt það í allt sumar. Við erum gríðarlega sterkir varnarlega og þéttir fyrir."

„Það þarf ekki að fara mikið yfir tölfræði liðsins til að sjá að okkur hefur vantað aðeins mörk. Það útskýrist kannski á því að Albert er ekki búinn að vera með og Connor Simpson hefur verið í smá brasi bæði meiðslalega séð og að klára færin sín. Hann gerði það frábærlega í dag. Þórir steig líka upp, þegar aðrir detta út þá verða aðrir að stíga upp."


Davíð kom inn á hvernig Kórdrengir ætluðu sér að sækja á Þórsara, það væri mikið bil á mili lína og pláss fyrir aftan öftustu menn.

Rauða spjaldið á Ásgeir, hvað hefuru að segja um það?

„Æi, bara dómarinn er gera sitt besta og ég ætla ekki að kommenta á það. Ég held ég sé búinn að einblína of mikið á að kommenta á dómara í sumar. Maður verður að trúa því að allir séu að gera sitt besta. Vissulega hafa stórar ákvarðanir ekki alveg dottið með okkur. Fyrst og fremst var þetta frábær liðsheild hjá okkur og við erum bara að horfa í það," sagði Davíð.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Hann var spurður nánar út í töpin tvö á undan, meiðsli og frammistöðu Alexanders í markinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner