Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. ágúst 2021 08:05
Elvar Geir Magnússon
Fara Aubameyang og Arteta frá Arsenal?
Powerade
Það gengur illa hjá Arsenal.
Það gengur illa hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Tekur Conte við Arsenal?
Tekur Conte við Arsenal?
Mynd: Getty Images
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: Getty Images
Aubameyang, Conte, Kane, Saul, Rice, Kounde, Camavinga, Nketiah, Moore og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Góðar stundir.

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang (32) fyrirliða og mun ekki standa í vegi fyrir honum ef hann fer fram á að fara áðr en félagaskiptaglugganum verður lokað. (Telegraph)

Arsenal er ákveðið í að styðja Mikel Arteta en hann er undir pressu eftir að liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Arsenal vill endurvekja áhuga á enska bakverðinum Kieran Trippier (30) en þá þarf Atletico Madrid að lækka 34 milljóna punda verðmiðann. (Sun)

Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, gæti orðið næsti stjóri Arsenal ef félagið ákveður að láta Arteta fara. (Telegraph)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, mun ekki lækka verðmiðann á Harry Kane (28) og gæti jafnvel hafnað tilboði sem er nálægt 150 milljónum punda frá Manchester City. (Telegraph)

Úlfarnir hafa hafnað tilboði frá Tottenham um að fá Adama Traore (25) lánaðan. (Times)

Tottenham er í viðræðum við Juventus um bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (22). (Calciomercato)

Chelsea íhugar að gera lánstilboð í spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) hjá Atletico Madrid. Þá hefur Chelsea boðið miðvörðunum Antonio Rudiger (26) og Andreas Christensen (25) nýja samninga. (Telegraph)

Enski miðjumaðurinn Declan Rice (22) ætlar að hafa öllum tilboðum frá West Ham um nýjan samning. (Times)

Chelsea vonast til að fá franska varnarmanninn Jules Kounde (22) frá Sevilla. Sagt er að hann hafi 77 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. Félögin vonuðust eftir því að geta haft Kurt Zouma (26), varnaramann Chelsea, með í samkomulaginu en leikmaðurinn hefur ekki áhuga á að fara til Sevilla. (90min)

Manchester United hefur enn áhuga á Eduardo Camavinga (18), miðjumanni Rennes, en telur að franski landsliðsmaðurinn vilji frekar fara til Paris St-Germain eða til Spánar. (ESPN)

West Ham horfir til Jonathan Bamba (25), miðjumann Lille, sem varakost ef félagið nær ekki að fá Jesse Lingard frá Manchester United. (Express)

Crystal Palace er tilbúið að borga 10 milljónir punda fyrir Eddie Nketiah (22) hjá Arsenal en Arsenal vill fá nær 20 milljónum. Þýsk félög hafa einnig sýnt honum áhuga. (Athletic)

Lucas Torreira (25), miðjumaður Arsenal, er nálægt því að fara til Fiorentina á lánssamningi. (football.london)

Willian (33) er að yfirgefa Arsenal en hann nálgast Corinthains í heimalandi sínu, Brasilíu. (Mail)

Úlfarnir eru tilbúnir að gera 7 milljóna punda tilboð í velska sóknarmanninn Kieffer Moore (29) hjá Cardiff City. (Football Insider)

Phil Jones (29), varnarmaður Manchester United, er tilbúinn að skoða aftur að fara á lán í Championship-deildina en hann er aftarlega í goggunarröðinni á Old Trafford. (Football League World)

Newcastle United og West Ham gætu barist við Burnley um bakvörðinn Maxwel Cornet (24) hjá Lyon. Burnley hefur gert 15 milljóna punda tilboð sem gæti verið borgað í fimm hlutum. (90Min/Sky Sports)

Sheffield United hefur hafnað tilboði Everton í sóknarmanninn Daniel Jebbison (18). Aston Villa, Brentford og Leeds hafa áhuga á táningnum. (Teamtalk)

Leicester og Southampton hafa áhuga á enska hægri bakverðinum Djed Spenxe (21) hjá Middlesbrough. (Football League World)
Athugasemdir
banner
banner