Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. ágúst 2021 14:42
Innkastið
Ruglaðir yfirburðir Víkinga - Skilaboð Heimis komust til skila
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru svo miklir yfirburðir, manni fannst eins og maður væri ekki að horfa á toppslag," sagði Albert Brynjar Ingason í Innkastinu í dag. Albert var gestur í þættinum og fyrsti leikurinn sem tekinn var fyrir var viðureign Víkings og Vals á sunnudag. Hlusta má á þáttinn hér neðst í fréttinni.

„Þetta var svakalegt hvað þeir komu sér í mörg ákjósanleg færi og í raun ótrúlegt að þeir voru ekki búnir að gera út af við leikinn fyrstu 45 mínútur."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Valur

Kristall Máni Ingason fékk gott færi undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að skora. „Þetta hlýtur að hafa verið svekkjandi færi fyrir Kristal því það sést þegar horft er á þetta aftur að Hannes er búinn að veðja á nærhornið. Það var allt fjærhornið opið," bætti Albert við.

„Þessir yfirburðir Víkinga voru alveg ruglaðir, að sjá Íslandsmeistarana, toppliðið, yfirspilaða á þennan hátt," sagði Sæbjörn Steinke. Talið barst að þætti Arnars Gunnlaugssonar, hann fékk lof fyrir hvað hans lið var samtaka í að ná markmiði sínu í leiknum.

„Arnar leggur þetta upp sem úrslitaleik og var búinn að tala lengi um þennan leik. Hans menn voru svo sannarlega gíraðir í þetta verkefni," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Arnar hefur aldrei verið hræddur við einhverjar yfirlýsingar eða leggja mikilvægi á leiki. Hann gerir það út á við og pottþétt inn í klefa líka. Hann nær að gera það án þess að spennustigið verði of hátt hjá leikmönnum. Það sást á öllu Víkingsliðinu hvað þeir voru klárir í þennan slag," sagði Albert.

Skýr skilaboð frá Heimi sem komust til skila
Það vakti athygli í seinni hálfleik þegar þreföld skipting var gerð á Valsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðarsson og Patrick Pedersen voru allir teknir af velli. Staðan í leiknum var 2-0 fyrir Víking á þeim tímapunkti.

„Eru þetta ekki ákveðin skilaboð frá Heimi Guðjónssyni," velti Elvar Geir fyrir sér.

„Mér finnst það klárlega. Þetta segir þeim að þó að menn hafi gert vel einhverntímann að þú sért ekki öruggur með plássið í liðinu, að leikmenn þurfi að sýna að þeir eigi heima í liðinu," sagði Sæbjörn.

„Þetta eru ekkert annað en skýr skilaboð, ég held að þau hafi strax komist til skilað miðað við viðtalið við Hauk eftir leik. Hann talaði um að hann þyrfti að eiga góða æfingaviku til að komast í liðið," sagði Albert.

Kominn einhver hundur í Patrick
Patrick er í krísu hvað varðar markaskorun og hefur ekki átt sitt besta tímabil. „Hann hefur verið svolítið týndur í leikjum og það er kominn einhver hundur í hann, pirringur. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir hann. Þegar hann skoraði á móti HK, svolítil lukka yfir því marki, maður hélt að það væri markið sem hann þurfti og myndi svo detta í gang."

„Þessir þrír sem voru teknir út af, Valsarar hafa ekki efni á að taka þá úr liðinu. Ef þeir ætla að verja titilinn þá eru meiri líkur á því að koma þessum þremur í gang inn á vellinum heldur en með því að taka þá úr liðinu, það er klárt mál,"
sagði Albert.
Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner