Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 23:14
Elvar Geir Magnússon
EM U21: Danir unnu Frakka í riðli Íslands
Danir lögðu Frakka.
Danir lögðu Frakka.
Mynd: Getty Images
Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka á Evrópumóti U21 landsliða í kvöld. Liðin eru í riðli með Íslandi.

Öflug frammistaða hjá Danmörku gegn stjörnuliði Frakka í tíðindalitlum leik en Anders Dreyer, leikmaður Midtjylland, skoraði eina mark leiksins þegar stundarfjórðungur var eftir. Hann fékk þá baneitraða stungusendingu frá Jacob Bruun Larsen.

Ísland mætir Danmörku klukkan 13:00 á sunnudag. Danir og Rússar eru með 3 stig í riðlinum eftir fyrstu umferðina.

Í D-riðli vann Portúgal 1-0 sigur gegn Króatíu. Fabio Vieira, leikmaður Porto, skoraði eina markið. Portúgal og Sviss byrja því þann riðil með sigrum en Svisslendingar unnu Englendinga fyrr í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner