Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roony Bardghji svekktur: Finnst ég eiga skilið að spila meira
Roony Bardghji.
Roony Bardghji.
Mynd: EPA
Roony Bardghji, einn efnilegasti fótboltamaður í heimi, viðurkennir að hann sé svekktur með það hversu lítið hann hefur fengið að spila hjá FC Kaupmannahöfn að undanförnu.

Bardghji er markahæsti leikmaður FCK í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hefur þrátt fyrir það ekki verið í stóru hlutverki hjá liðinu að undanförnu.

„Ég er auðvitað svekktur, en ég vil helst ekki ræða um þetta. Mér finnst ég eiga skilið að spila meira og þú ert svekktur þegar það raungerist ekki," segir Bardghji.

Bardghji var nýverið valinn einn af efnilegustu leikmönnum í heimi að mati vefmiðilsins Goal. Hann var í þrettánda sæti á þeirra lista.

Á tímabilinu hefur hinn 18 ára gamli Bardghji skorað tíu mörk í 30 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner