Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. mars 2024 13:14
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Úkraínskir fjölmiðlar fjalla mikið um Hareide
Icelandair
Age Hareide sem leikmaður Manchester City.
Age Hareide sem leikmaður Manchester City.
Mynd: sport.ua
Rétt eins og hjá íslensku fótboltaáhugafólki er mikil spenna hjá því úkraínska fyrir komandi landsleik Úkraínu og Íslands, úrslitaleiknum sem fram fer í Wroclaw annað kvöld.

Úkraínskum fjölmiðlum þykir landsliðsþjálfari okkar Íslendinga, Norðmaðurinn Age Hareide, greinilega mjög áhugaverður.

Úkraínski miðillinn Sport er með ítarlega grein þar sem Hareide er kynntur.

Þar er meðal annars birt meðfylgjandi mynd af Hareide frá því hann var leikmaður Manchester City. Hareide lék 24 leiki fyrir City 1981-82 en hann var varnarmaður á sínum leikmannaferli.

Fjallað er um þjálfaraferil hans, rimmur við blaðamenn og ummælin sem hann lét út úr sér í aðdraganda leiksins gegn Ísrael.

Þá er sagt frá því þegar Hareide stýrði Malmö og sendi konuna sína að heiman í nokkra daga svo hann gæti einbeitt sér að undirbúningi liðsins fyrir leik í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner