Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mán 25. apríl 2022 11:44
Elvar Geir Magnússon
Krefjast útskýringa á því að Liverpool fékk ekki dæmt á sig víti
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: Getty Images
Everton hefur sett sig í samband við dómaranefnd ensku úrvalsdeildarinnar og beðið um útskýringar á því að ekki hafi verið skoðað nánar þegar Anthony Gordon féll í teignum gegn Liverpool í gær.

Staðan var markalaus þegar Anthony Gordon fór niður í baráttunni við Joel Matip og Everton vildi fá vítaspyrnu. Ekkert var dæmt og átta mínútum síðar skoraði Andy Robertson fyrir Liverpool. Leikurinn endaði 2-0.

Everton er komið niður í fallsæti eftir úrslit helgarinnar.

Frank Lampard sagði að ef sama atvik hefði gerst hinumegin þá hefði verið dæmd vítaspyrna.

„Þetta var vítaspyrna, en maður fær þær ekki á Anfield. Ef þetta hefði verið Mohamed Salah þá held ég að dómarinn hefði dæmt. Það var brotið á Anthony," sagði Lampard.

Graeme Souness sagði í sjónvarpssal eftir leik að Everton hefði að sínu mati átt að fá vítaspyrnu.

Sjá einnig:
Souness og Carragher telja heppnina hafa verið með Liverpool


Athugasemdir
banner
banner
banner