Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 25. maí 2021 13:50
Elvar Geir Magnússon
Allegri sagður taka við Real Madrid af Zidane
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar segja að Zinedine Zidane sé að hætta sem stjóri Real Madrid og Massimiliano Allegri verði kynntur í næstu viku.

Real Madrid fór í gegnum nýliðið tímabil án þess að vinna titil.

Allegri hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Juventus 2019 en hann hefur oft verið orðaður við hin og þessi þjálfarastörf.

Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019 og vann 11 titla á þeim tíma. Hann kom félaginu líka í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni en tapaði þeim báðum.


Athugasemdir
banner
banner