Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho ódýrari í sumar - Hann og Rashford í tölvuleikjum saman
Mynd: EPA
Það er spurning hvort sagan um Jadon Sancho og Manchester United muni loksins taka endi í sumar.

Sancho, sem er enskur landsliðsmaður, er samningsbundinn Dortmund út tímaiblið 2023.

Hann skoraði átta mörk og lagði upp ellefu í 26 leikjum í þýsku Bundesliga í vetur.

Sancho er 21 árs kantmaður sem Man Utd vildi mikið kaupa síðasta sumar. Rauðu djöflarnir voru hins vegar ekki tilbúnir að borga þær 110 milljónir punda sem Dortmund vildi fá fyrir hann.

The Athletic segir frá því að Dortmund sé mun líklegra til að selja hann í sumar og að hann kosti núna 80 milljónir punda. United gæti jafnvel fengið hann á 70 milljónir punda eftir því hvernig kaupin yrðu sett upp.

Samningar við Sancho náðust á síðasta ári og það ætti ekki að vera vandamál núna. Það yrði vel tekið á móti leikmanninum í hópi Man Utd að sögn The Athletic en þar er meðal annars góður vinur hans Marcus Rashford. Þeir spila mikið tölvuleiki saman.

Man Utd hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en þeir eru á morgun að fara í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner