Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórleikurinn færður fram um tvo tíma
Valur tekur á móti Blikum.
Valur tekur á móti Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Pepsi Max-deild kvenna á fimmtudag þegar Valur og Breiðablik eigast við.

Þessi lið hafa verið tvö langbestu lið landsins undanfarin ár. Fyrir leikinn sitja þau í öðru og þriðja sæti deildarinnar; Valur með tíu stig og Breiðablik með níu. Á toppnum er Selfoss með fullt hús stiga.

Leiktíma stórleiksins hefur verið breytt vegna áreksturs við úrslitakeppni í körfubolta.

Leikurinn fer fram kl. 18:00 á Origo vellinum, en ekki kl. 20:00.

Pepsi Max deild kvenna
Valur – Breiðablik
Var: Fimmtudaginn 27. maí kl. 20.00 á Origo vellinum
Verður: Fimmtudaginn 27. maí kl. 18.00 á Origo vellinum
Athugasemdir
banner
banner