Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. maí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Uppboð á áritaðri Xabi Alonso treyju til styrktar Umhyggju
Mynd: Aðsend
Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur fyrir uppboði á mögnuðum grip sem hver stuðningsmaður yrði stoltur af að eiga. Uppboðið er til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna.

Kamilla Eir Styrmisdóttir lést 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Kamilla barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA á sinni stuttu ævi.

Fjölskylda Kamillu heitinnar eru miklir stuðningsmenn Liverpool og því hefur Liverpoolklúbburinn á Íslandi ákveðið að efna til uppboðs á treyju til minningar um Kamillu. Treyjan er merkt Xabi Alonso og árituð af þessum frábæra leikmanni, sem lék með Liverpool árin 2004-2009.

Ágóðinn af uppboðinu mun renna óskiptur til Umhyggju – félags langveikra barna, sem veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning í veikindum hennar og eftir að hún lést.

Boð í gripinn er hægt að senda á netfangið [email protected]. Hægt er að fylgjast með hæsta boði hverju sinni á vef klúbbsins.

Uppboðið stendur til næsta sunnudags.

Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Indriðason, formaður Liverpoolklúbbsins, í síma 694-3665.
Athugasemdir
banner