Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Við þurfum Aubameyang og Lacazette
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta hefur legið undir gagnrýni eftir slæma byrjun á nýju úrvalsdeildartímabili. Arsenal hefur spilað illa og byrjaði á tveimur 2-0 tapleikjum gegn nágrannaliðum sínum Brentford og Chelsea.

Eddie Nketiah, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette voru fjarri góðu gamni í fyrstu umferð og byrjaði hinn ungi Florian Balogun í fremstu víglínu í tapinu gegn Brentford.

Arteta segir að liðið sakni Aubameyang og Lacazette og vonast til að gengið snúist við þegar þeir komast aftur á fulla ferð. Aubameyang spilaði síðustu 30 mínúturnar í tapinu gegn Chelsea en var utan hóps gegn Brentford.

Lacazette er þá einnig kominn aftur eftir að hafa fengið kórónaveiruna og er búist við að þeir komi báðir við sögu gegn West Brom í deildabikarnum í kvöld.

„Þetta eru frábærar fréttir því við þurfum virkilega mikið á þeim að halda. Þeir eru stór partur af liðinu og geta skipt sköpum í vítateig andstæðinganna. Þetta eru tveir hættulegustu leikmenn liðsins fyrir framan markið," sagði Arteta þegar hann var spurður út í Auba og Laca.

„Við þurfum að hafa þá uppá sitt besta og restin af liðinu þarf að gera allt í sínu valdi til að hjálpa þeim að skora mörk. Við erum með mikið af frábærum og efnilegum leikmönnum en mikilvægustu leikmennirnir í nútíðinni eru reynsluboltarnir. Það eru þeir sem skipta sköpum ef við ætlum að ná árangri á tímabilinu.

„Við erum ósáttir með byrjunina á tímabilinu og viljum ekki afsaka okkur. Við þurfum að gera betur, við verðum að byrja að sigra leiki til að sýna stuðningsmönnum hversu góðir við getum verið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner