Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. desember 2020 19:15
Victor Pálsson
Azpilicueta gefst ekki upp
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta, varnarmaður Chelsea, er ekki búinn að gefa upp vonina á að hann geti spilað reglulega í bakverði fyrir félagið.

Reece James hefur eignað sér stöðu hægri bakvarðar hjá Chelsea og hefur Spánverjinn þurft að sætta sig við bekkjarsetu á tímabilinu.

Azpilicueta sneri aftur í lið Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í síðustu umferð er liðið vann 3-0 sigur á West Ham.

Ef horft er framhjá því þá hefur Azpilicueta fengið flestar mínútur í Evrópukeppni sem og í bikarkeppnum.

„Það var gott að snúa aftur. Ég hef spilað meira í Meistaradeildinni en ég hef ekki leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan við vorum á Old Trafford," sagði Azpilicueta.

„Það er svolítið síðan en mitt verkefni er að leggja mig fram og bæta mig á hverjum degi. Þegar stjórinn þarf á mér að halda geri ég mitt besta."
Athugasemdir
banner
banner
banner