Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 17 ára gamli Galdur spilaði með aðalliði FCK
Galdur Guðmundsson.
Galdur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson spilaði í dag með aðalliði FC Kaupmannahafnar þegar liðið vann 3-2 sigur gegn B93 í æfingaleik.

Það er landsleikjahlé en þeir leikmenn sem eru ekki í landsliðsverkefni tóku þátt í leiknum.

Galdur byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður og hjálpaði FCK að landa sigrinum.

Galdur hefur í vetur verið hluti af U19 liði FC Kaupmannahafnar en hann þykir mjög efnilegur leikmaður.

Galdur, sem er 17 ára, er uppalinn hjá Breiðabliki en fór til Kaupmannahafnar sumarið 2022. Hann á að baki níu leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk.

Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum hjá FCK í leiknum en Orri Steinn Óskarsson var ekki með þar sem hann er í verkefni með A-landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner