Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Hollands tekur undir með Steina Halldórs
Icelandair
Andries Jonker.
Andries Jonker.
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andries Jonker, landsliðsþjálfari Hollands, tekur undir með landsliðsþjálfara Íslands, Þorsteini Halldórssyni, þegar kemur að leikjadagatali UEFA fyrir undankeppni Evrópumótsins

Undankeppnin hefst núna í apríl en það er spilað hratt og lýkur riðlakeppninni í júlímánuði.

Þorsteinn sagði frá því á fréttamannafundi að júlíglugginn yrði leiðinlegur.

„Ég held að það sé jákvætt að það sé stutt á milli. Þá ertu stöðugt að spila þessa keppnisleiki og ég held að það sé jákvætt. Þó finnst mér þessi júlígluggi alveg út úr korti. Hann er skrítinn því vetrardeildirnar eru að koma úr sumarfríi og eru að fara inn í undirbúningstímabil. Þá fara þær beint í landsleikjaglugga. Það er ekki draumastaða varðandi ástand leikmanna," sagði Þorsteinn en leikmenn úr stærstu deildum Evrópu eru þá jafnvel að mæta á sínar fyrstu æfingar á undirbúningstímabili í mikilvægu landsliðsverkefni.

Jonker tekur undir með Steina að þessi gluggi sé út úr korti og verið sé að taka karlabolta fram yfir kvennabolta hjá UEFA.

„Þetta er algjört kaos," sagði Jonker. „Við þurfum að spila leik í undankeppni EM þann 16. júlí, um mitt sumar. Hvernig eigum við að gera það þegar tímabilið klárast í maí?"

„Þetta er vandamál og þetta hefur með það að gera UEFA vill ekki að við séum að spila á sama tíma og karlaboltinn. Þá verður dagatalið fullt. Karlar hafa forganginn og konurnar eiga bara að sætta sig við það. Þetta er ekki ásættanlegt."

Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl
Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl
Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí
Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní
Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí
Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Athugasemdir
banner
banner