Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes fyrir leik: United á að vinna þetta þægilega
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, var kokhraustur fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Þú ert að spila gegn Villarreal, liði sem endaði í sjöunda sæti í mjög slakri spænskri úrvalsdeild. Sjáið Barcelona og Real Madrid, hverslu slök hafa þau verið," sagði Scholes á BT Sport fyrir leikinn.

Hann bætti svo við: „United á að vinna þetta þægilega."

Það gekk ekki eftir, alls ekki. Man Utd var miklu meira með boltann en Villarreal varðist mjög vel. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og eftir framlengingu.

Það var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði Villarreal betur eftir ótrúlega keppni, 11-10.

Manchester United hefur ekki unnið titil núna í fjögur ár og bíður Ole Gunnar Solskjær enn eftir sínum fyrsta titli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner