Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. maí 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venni: Mig langar auðvitað bara að spila helst á morgun
Venni ræðir við Tómas Inga í Árbænum á dögunum
Venni ræðir við Tómas Inga í Árbænum á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR mætir liði ÍA á sunnudag í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari KR, var til viðtals eftir jafntefli gegn HK í gær.

Myndiru vilja fresta leiknum í ljósi þess að öðrum leikjum verður frestað?

„Ég hef nú ekki skoðað það nákvæmlega en það voru engir leikmenn valdir úr KR eða Skaganum og því í raun ekkert því til fyrirstöðu að spila leikinn," sagði Venni.

„Ég get bara talað fyrir sjálfan mig og mig langar auðvitað bara að spila helst á morgun sko. Það er alveg sæmileg pása í sunnudaginn þannig ég held að það sé réttast að spila bara þennan leik."

KRÍA hefur oft verið áhugaverð rimma í gegnum tíðina

Já, KRÍAN er alltaf risastórt og skemmtilegt. Ég hlakka til," sagði Venni.

Í dag var það staðfest að þremur leikjum var frestað vegna landsleiksins gegn Mexíkó. Leikjum þeirra liða sem eru með landsliðsmenn innanborðs hefur verið frestað.
Sigurvin Ólafs: Hefðum geta aflífað þennan leik á ýmsum tímapunktum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner