Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. júní 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Pólski sóknarmaðurinn Robert Lewandowski hefur verið valinn sem besti leikmaður tímabilsins í Þýskalandi enda hefur hann verið óstöðvandi með FC Bayern.

Menn á borð við Thomas Müller, Jadon Sancho og Timo Werner veittu honum samkeppni en að lokum stóð Lewandowski uppi sem sigurvegari. Þetta er í annað sinn sem Lewandowski er nefndur besti leikmaður þýsku deildarinnar, fyrra skiptið var 2016-17 þegar hann skoraði 30 mörk í 33 leikjum.

Lewandowski er kominn með 33 mörk í 30 deildarleikjum á tímabilinu en Bayern á einn leik eftir, á útivelli gegn Wolfsburg á morgun. Werner er næstmarkahæstur með 26 mörk.

Lewandowski verður 32 ára í ágúst og hefur verið talinn meðal fremstu sóknarmanna heims í næstum áratug. Í heildina hefur hann skorað 239 mörk í 283 leikjum með Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner