Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 26. ágúst 2022 17:17
Fótbolti.net
Það var klappað þegar Maguire sást í mynd
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
„Erik ten Hag setti hreðjarnar á borðið með því að taka Harry Maguire og Cristiano Ronaldo úr liðinu," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku.

Man Utd vann frábæran 2-1 sigur gegn erkifjendum sínum í Liverpool síðastliðið mánudagskvöld.

Ten Hag bekkjaði fyrirliða liðsins, Ronaldo og Luke Shaw fyrir þennan leik. Það var ákvörðun hjá honum sem virkaði fullkomlega.

Í hlaðvarpinu Enski boltinn var talað um að það væri best fyrir alla ef Ronaldo myndi fara, liðið væri betra án hans. Maguire og Shaw eru þá ekki vinsælir hjá stuðningsmönnum United.

„Ég var á Ölver að horfa á leikinn. Það er skemmtilegt að segja frá því að þegar það var súmmað á Maguire á bekknum þá var klappað," sagði Sæbjörn Steinke.

„Maður sá það í þessum leik hversu mikilvægt það er fyrir Raphael Varane heilan," sagði Guðmundur.

Varane og Lisandro Martinez voru frábærir saman í hjarta varnarinnar gegn Liverpool.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Enski boltinn - Man Utd fyrir ofan Liverpool, bíddu ha?
Athugasemdir
banner
banner
banner