Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. desember 2020 05:55
Victor Pálsson
England í dag - Arsenal tekur á móti Chelsea
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er veisla framundan fyrir aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar en sex leikir eru á dagskrá yfir daginn og kvöldið í dag.

Fyrsti leikurinn verður vonandi mikið fjör þegar Brendan Rodgers og hans menn í Leicester taka á móti Manchester United.

Man Utd getur lyft sér upp í annað sæti deildarinnar með sigri en fyrir umferðina er liðið fimm stigum á eftir Liverpool.

Klukkan 17:30 hefst svo stórleikur dagsins er Arsenal og Chelsea eigast við á Emirates, heimavelli þess fyrrnefnda.

Arsenal er aðeins með 14 stig í 15. sætinu fyrir leikinn og mun freista þess að komast á rétta braut með sigri á grönnum sínum.

Chelsea er í fimmta sætinu með 25 stig og getur komist í annað sætið en þarf þó að treysta á önnur úrslit.

Hér má sjá alla leiki dagsins í dag.

Laugardagur:
12:30 Leicester City - Manchester United
15:00 Aston Villa - Crystal Palace
15:00 Fulham - Southampton
17:30 Arsenal - Chelsea
20:00 Manchester City - Newcastle
20:00 Sheffield United - Fulham

Athugasemdir
banner
banner