Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. mars 2021 15:25
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Enn eitt tapið hjá Le Havre
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reims 2 - 1 Le Havre
1-0 S. Ouchene ('33)
1-1 A. Clark ('41)
2-1 M. Herrera ('74)

Anna Björk Kristjánsdóttir bar fyrirliðabandið er botnlið Le Havre tapaði enn eina ferðina í efstu deild franska boltans.

Andrea Rán Hauksdóttir byrjaði á miðjunni og var Berglind Björg Þorvaldsdóttir í fremstu víglínu.

Reims tók forystuna í fyrri hálfleik en Le Havre jafnaði fyrir leikhlé. Reims komst aftur yfir í síðari hálfleik og ekki tókst Íslendingaliðinu að jafna.

Lokatölur urðu því 2-1 og er Le Havre áfram með fimm stig á botni deildarinnar, eftir sautján umferðir. Le Havre er þó aðeins sex stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner