Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Mikilvægt að bæta við tveimur eða þremur mönnum
Harry Kane hefur verið orðaður við Man Utd. Hann myndi þó kosta væna fúlgu.
Harry Kane hefur verið orðaður við Man Utd. Hann myndi þó kosta væna fúlgu.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær var svekktur eftir tap í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Solskjær var ekki með sérstaklega sterkan varamannabekk og notaði skiptingarnar sínar mjög seint í leiknum. Það vakti athygli áhorfenda en eftir leik útskýrði Norðmaðurinn að hann vanti einfaldlega betri leikmenn til að geta skipt á völlinn.

„Hópurinn sem er hérna núna þarf að gera betur. Við verðum að leggja meira á okkur, við þurfum að vera duglegri, harðari og klárari. En það er mikilvægt að bæta við tveimur eða þremur leikmönnum til að styrkja hópinn og hjálpa félaginu að ná enn lengra," sagði Solskjær.

„Ég er viss um að liðin í kringum okkur muni styrkja sig, þannig við verðum að styrkja okkur eins og við getum."

Rauðu djöflana vantar breidd á ýmsum stöðum á vellinum, sérstaklega í framlínunni.
Athugasemdir
banner