Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 09:45
Elvar Geir Magnússon
Tekur Pochettino aftur við Tottenham?
Mynd: Getty Images
Þær sögusagnir að Mauricio Pochettino gæti tekið aftur við Tottenham verða bara háværari.

Sagt er að Tottenham hafi rætt við Pochettino en sá argentínski var rekinn frá félaginu í nóvember 2019.

Pochettino er stjóri PSG en sagt er að hann sé ekki hæstánægður í frönsku höfuðborginni og sé opinn fyrir endurkomu til norðurhluta Lundúna.

Hann er ekki með sömu völd hjá PSG og hann var með hjá Tottenham.

PSG vill ekki ráða þriðja þjálfarann á jafnmörgum árum og er sagt vilja halda Pochettino, þrátt fyrir að hann hafi ekki stýrt liðinu til Frakklandsmeistaratitilsins.

Vinsældir Pochettino meðal stuðningsmanna Tottenham hafa aukist enn frekar eftir að hann yfirgaf félagið. Jose Mourinho náði ekki þeim árangri sem vonast var eftir og þá hvarf Tottenham frá einkennum sínum þegar kom að sóknarleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner