Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. júní 2020 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Maguire tryggði United áfram á síðustu stundu
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað.
Mynd: Getty Images
Norwich 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Odion Ighalo ('51 )
1-1 Todd Cantwell ('75)
1-2 Harry Maguire ('118)
Rautt spjald: Timm Klose, Norwich ('89)

Manchester United er komið í undanúrslitaleik enska bikarsins eftir sigur á botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, Norwich, í framlengdum leik á Carrow Road.

Það er óþarfi að eyða mörgum orðum í fyrri hálfleikinn þar sem hann var mjög bragðdaufur. Í byrjun seinni hálfleiksins kom fyrsta mark leiksins þegar Odion Ighalo eftir að varnarmönnum Norwich tókst ekki að koma boltanum í burtu eftir fyrirgjöf Luke Shaw. Ighalo er núna búinn að skora fimm mörk fyrir United, en hann er í láni hjá félaginu frá Shanghai Shenhua.

Norwich gafst ekki upp. Max Aarons átti að skora á 70. mínútu, en fimm mínútum síðar kom jöfnunarmarkið. Todd Cantwell skoraði þá með góðu skoti fyrir utan teig.

Undir lok venjulegs tíma fékk Timm Klose, vanarmaður Norwich, rautt spjald þegar hann braut af Ighalo þegar Nígeríumaðurinn var að sleppa í gegn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. United einum fleiri, en Norwich varðist vel og Tim Krul var öflugur í markinu. Það stefndi í vítaspyrnukeppni, en United tókst að skora á svo gott sem síðustu stundu. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, skoraði markið eftir hik í vörn Norwich.

United er komið áfram, en Norwich er úr leik. Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitunum eru á morgun.


Athugasemdir
banner
banner