Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 27. ágúst 2021 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo sá erfiðasti að mati Ragga: Af hverju gerir hann þetta allt svona skrítið?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo er genginn aftur til liðs við Man Utd frá Juventus.

Ragnar Sigurðsson varnarmaður Fylkis og íslenska landsliðsins var gestur í podcast þættinum Chess After Dark í vikunni. Hann sagði að Ronaldo sé erfiðasti sóknarmaður sem hann hafi spilað á móti.

„Allt sem hann gerir hef ég aldrei séð neinn annan gera. Ef það kom fyrirgjöf þá hoppaði hann, þá hugsaði ég 'af hverju er hann að hoppa núna?', það er ekki séns að hann nái þessum bolta', þá náði hann að hanga miklu lengur en allir aðrir í loftinu."

Raggi segir að Ronaldo sé mjög ófyrirsjáanlegur.

"Öll hlaup sem hann tekur virðast illa tímasett, af hverju gerir hann þetta allt svona skrítið. Ég held að hann hafi skorað í öllum leikjunum sem ég hef mætt honum. Hann er mjög ófyrirsjáanlegur."

Ronaldo mistókst hinsvegar að skora gegn Íslandi í leik liðanna á EM 2016. Kári Árnason lék við hlið Ragga í vörninni þá. Hann var gestur í Chess After Dark á dögunum. „Þú mátt ekki líta af honum. Þegar sendingin kemur, þá er hann mættur á bakið á þér." Sagði Kári um Ronaldo.

„Þetta var fáránlegt augnablik hjá honum. Í staðinn fyrir að segja 'flott' hjá þeim. Þetta var lélegt," sagði Kári en Ronaldo varð mjög pirraður eftir leikinn og gagnrýndi íslenska liðið fyrir að fagna stiginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner